fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Andrea á mánaðargamla dóttur: Strax farin að undirbúa að byrja að vinna aftur – „Fáir aðrir kostir í stöðunni“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. október 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dótt­ir mín er mánaðargöm­ul þegar þetta er skrifað en ég er þegar far­in að und­ir­búa það að byrja að vinna aft­ur,“ segir blaðakonan Andrea Sigurðardóttir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar gerir hún fyrirkomulag fæðingarorlofs að umtalsefni og hvetur stjórnvöld til að gera nauðsynlegar breytingar sem tryggja farsæld allra barna.

„Ein­hverj­ir kunna að spyrja sig hvers kon­ar móðir það er, sem er kom­in með hug­ann við vinn­una á þess­um dýr­mæta tíma í lífi barns síns. Staðan er ein­fald­lega sú að það eru fáir kost­ir aðrir í stöðunni fyr­ir móður sem rek­ur heim­ili sitt ein og á mest rétt á sjö og hálf­um mánuði í or­lof,“ segir hún.

Fjórir og hálfur mánuður falla niður

Andrea segir að það sé gömul saga og ný að tilraunir hins opinbera til að ná einhverjum göfugum markmiðum með því að hlutast til um líf fólks bitni á þeim sem síst skyldi.

Markmiði fyrirkomulags fæðingarorlofs eins og það er í dag sé ætlað að auka jafnrétti kynjanna þannig að feður og mæður hafi kost á að taka jafnlangt orlof. Fæðingarorlof er samanlagt 12 mánuðir sem skiptast jafnt milli foreldra. Annað foreldrið getur hins vegar gefið hinu einn og hálfan mánuð nema viðkomandi sé alvarlega veikur, í fangelsi eða örendur eins og Andrea bendir á.

„Því miður hef­ur barns­faðir minn ekki tök á að taka or­lof með barn­inu á móti mér, jafn­vel þótt hann sé all­ur af vilja gerður, en þar sem hann er hvorki í fang­elsi né sjúk­ur falla fjór­ir og hálf­ur mánuður af sam­eig­in­legu or­lofi okk­ar niður. Þetta eru fjór­ir og hálf­ur mánuður sem dótt­ir mín fer á mis við í sam­an­b­urði við önn­ur börn, sem eru svo hepp­in að fjöl­skyldu­mynst­ur þeirra pass­ar í eins­leitt sniðmát reglu­verks­ins,“ segir Andrea og bætir við að þessir mánuðir sem þær fá þó saman litist af því að hún verði sífellt að reyna að ná inn vinnutímum hér og þar til að drýgja orlofstímann.

„Við get­um þannig ekki einu sinni notið sam­vista okk­ar á þess­um stutta og dýr­mæta tíma til fulls. En hvað leggj­um við ekki á okk­ur í þágu jafn­rétt­is annarra,“ spyr Andrea.

Þekkir til móður í vonlausri stöðu

Hún er langt því frá ein í þessum sporum og segist þekkja til ungrar konu sem á barn með manni sem hefur engan áhuga á að taka þátt í lífi þess.

„Vegna sinnu­leys­is hans fær barnið aðeins sjö og hálf­an mánuð í or­lof og móðirin sit­ur eft­ir í von­lausri stöðu. Unga kon­an er há­skóla­menntuð og starfaði áður við það sem hún hef­ur mennt­un til, á fín­um laun­um.“

Andrea segir að móðirin hafi séð fram á að verða tekjulaus heima með barnið eftir sjö og hálfan mánuð þar sem enga daggæslu var að fá.

„Hún neydd­ist því til að segja starfi sínu lausu og fara að vinna sem ófag­lærður leik­skóla­kenn­ari, til að barnið kæm­ist að í dag­gæslu á starfs­manna­for­gangi og hún gæti þannig haft ein­hverj­ar tekj­ur eft­ir sjö og hálfs mánaðar or­lofið, þótt mun lægri væru.“

Andrea segir að dæmin sýni að samvistir barns við báða foreldra séu ekki tryggðar með þessu fyrirkomulagi og veltir fyrir sér hvert sé jafnréttið.

„Unga kon­an og barn henn­ar geta engu um sinnu­leysi barns­föður­ins breytt, hann einn ber ábyrgð á því. Þrátt fyr­ir það bera barn hans og móðir þess skaðann. Hún er þvinguð í lág­launastarf og barnið henn­ar er allt of ungt komið í umönn­un utan heim­il­is, langa vinnu­daga, á meðan jafn­göm­ul börn sam­búðarfor­eldra njóta sam­vista við for­eldra sína næstu fjóra og hálf­an mánuðinn.“

Nauðsynlegur fórnarkostnaður?

Andrea segir að lokum að „forréttindafemínistar“ skelli skollaeyrum við stöðu barna og mæðra í þessum sporum.

„Í þeirra huga er þetta nauðsyn­leg­ur fórn­ar­kostnaður ein­hvers kon­ar jafn­rétt­is á vinnu­markaði. Jafn­rétt­is í þágu sumra kvenna, en ekki allra. Hags­muna sumra barna, en ekki allra.“

Segir hún að þær mæðgur hvetji stjórnvöld til að gera nauðsynlegar breytingar á regluverkinu sem tryggja farsæld allra barna.

„Það að láta hinar þröngu skorður ein­göngu ná til sam­býl­is­fólks og hjóna færi langt með að rétta stöðuna, en auðvitað færi best á því að treysta fjöl­breytt­um fjöl­skyld­um nú­tím­ans til þess að ráðstafa fæðing­ar­or­lofi sjálf­ar, enda standa þær hags­mun­um barna sinna næst – eða eru hags­mun­ir barn­anna ef til vill ekki í for­grunni lag­anna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?