fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Matur

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. október 2023 08:45

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni frábær pastaréttur með chilí, hvítlauk og valhnetupestói – namm. Uppskriftin er gerð á örfáum mínútum og er hreint út sagt dásamleg og við mælum svo sannarlega með að þið prufið.

Hráefni

  • 125 g Valhnetur
  • 1 stk Chilí
  • 3 hvítlauksrif
  • 40 parmesan, rifinn
  • 10 g steinselja, söxuð
  • 350 g Spaghetti
  • 80 ml Ólífuolía
  • 1 stk Salt
  • 1 stk Pipar

Leiðbeiningar

  1. Ristið valhnetur í 170°c heitum ofni í 8-10 mínútur. Kælið.
  2. Hellið í matvinnsluvél og vinnið hneturnar þar til þær eru smátt skornar en ekki orðnar að mjöli.
  3. Takið stilkana af chilíinu og setjið í matvinnsluvélina með valhnetunum og ýtið á “pulse” þar til chilíið er fínt saxað. Hellið blöndunni í skál og setjið chilí, hvítlauk, parmesan, olíu og steinselju saman við. Saltið og piprið.
  4. Setjið pasta í heitt vatn með smá olíu og salti þar pastað til “al dente”.
  5. Takið úr vatninu og geymið 200 ml af pastavatni. Setjið pasta aftur í pottinn ásamt valhnetupestói og um 100 ml pastavatni. Veltið saman og bætið við pastavatni eftir þörfum þar til pestóið hylur pastað. Berið fram með söxuðum valhnetum og steinselju.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum