Tottenham er komið aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir mjög sannfærandi sigur á Fulham á heimavelli í kvöld.
Son Heung-min kom Tottenham yfir með virkilega fallegu marki í fyrri hálfleik.
James Maddison bætti svo við marki í síðari hálfleik en hann og Son hafa náð frábærlega saman hjá Tottenham.
Tottenham er komið í 23 stig og er á toppnum með tveimur stigum meira en meistararnir í Manchester City.
Ange Postecoglou tók við Tottenham í sumar en á sama tíma var Harry Kane seldur, það hefur hins vegar allt smollið vel saman og Tottenham er til alls líklegt í vetur.