fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Er að brotna saman út af tregðu eiginmannsins til að baða sig

Pressan
Þriðjudaginn 24. október 2023 21:30

Þarf hann að fara oftar í sturtu? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt betra en tilfinningin sem fylgir því að vera búin(n) að fara í heita sturtu. Sérstaklega ef maður hefur verið að gera eitthvað sem gerir mann greinilega skítugan. En kona ein er að brotna saman út af tregðu eiginmannsins til að baða sig þegar hann kemur heim úr vinnu.

Í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit sagði konan að maðurinn starfi sem „dísil vélvirki“ og komi oft heim útataður í eldsneyti. Hann þrífur sig þó í vinnunni en eiginkonan segist kjósa að hann fari í sturtu þegar hann kemur heim svo hann ati ekki rúmfötin þeirra út í dísilolíu, skilji eftir sig bletti og óþef í rúmfötunum.

„Eiginmaður minn og ég deilum sífellt um það að hann fer upp í rúm án þess að fara í sturtu áður. Ég hef margrætt þetta við hann og sagt honum að ég vilji ekki að hann fari upp í rúm án þess að fara í sturtu fyrst. Ástæðan er í fyrsta lagi hreinlæti og í öðru lagi að hann er dísil-vélvirki sem kemur heim þakinn dísilolíu. Hann þvær sér eins mikið og hann getur í vinnunni en þegar hann kemur heim sé ég olíuna enn á húð hans,“ skrifaði konan.

„Hann afsakar sig alltaf með að hann sé svo þreyttur og geti ekki sofnað strax eftir sturtu. Hann sofnar svo sannarlega strax eftir sturtu! Við rífumst stanslaust um þetta því ég er svo þreytt á að þvo sængurverin annan hvern dag vegna blettanna og óþefsins af þeim. Hann lætur mér líða eins og ég sé að fara fram á of mikið og að ég sé algjör belja að leyfa honum ekki að sofa nóg,“ bætti hún svo við.

Hún játaði einnig að vera „hreinlætisfrík“ og að hún fari í sturtu tvisvar á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“