fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Fjársjóðsleitin tryllti fólk – 13 milljónir í boði

Pressan
Þriðjudaginn 24. október 2023 07:00

Kassinn góði. Mynd:Horde

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æsileg fjársjóðsleit tryllti Norðmenn síðustu daga. Tæknifyrirtækið Horde kom kassa fyrir í skógi einum. Í kassanum voru 1.078.218 norskar krónur en það svarar til um 13 milljóna íslenskra króna.

Eins og gefur að skilja vildu margir gjarnan finna kassann enda um ágætis búbót að ræða í honum. Allir máttu taka þátt og reglurnar voru einfaldar. Sá sem fyrsti sem fyndi kassann og gæti opnað hann mátti eiga alla peningana.

Nú er leiknum lokið að sögn Alf Gunnar Andersen, stofnanda Horde. Í myndbandi, sem var birt á TikTok, segir hann að tveir sigurvegarar hafi verið kjörnir. Dagbladet skýrir frá þessu og segir að það hafi verið um klukkan tvö aðfaranótt mánudags sem kassinn fannst. Hann var í sveitarfélaginu Tokke sem er vestanverðri Þelamörk.

Það var ekki bara nóg að finna kassann, það þurfti að opna hann til að fá peningana. Kassinn var læstur með kóða. Þátttakendur fengu vísbendingar um kóðann á meðan á leiknum stóð. Þær voru birtar á samfélagsmiðlum, fréttabréfum og í appi Horde sem varð það app, sem oftast hefur verið hlaðið niður í Noregi, þegar leikurinn hófst.

Appið hjálpar notendum að ná tökum á til dæmis afborgunum á lánum. Upphæðin í kassanum er tákn fyrir þann fjölda Norðmanna sem eru með neyslulán.

Það voru Sigurd Sundklakk og Hans Inge Josdal sem fundu kassann og gátu opnað hann.

Horde var gagnrýnt af mörgum fyrir að stefna öryggi fólks í hættu með leiknum því svona há fjárhæð gæti kallað það versta fram í fólki. Horde sá sig því tilneytt til að senda frá sér tilkynningu í síðustu viku um að engir peningar væru í kassanum. Sigurvegarinn eða sigurvegararnir myndu fá upphæðina greidda inn á bankareikning sinn og það hefur nú verið gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys