Hvernig hljómar þessi blanda? Pizza með perum, gráðosti og valhnetum…. namm hin fullkomna helgarpizza.
Hráefni
- 1 stk Pizza botn
- 1 stk Gráðostur
- 1 stk Rjómaostur
- 2 stk Perur
- 80 gr
- 1 stk Hunang
- 1 stk Klettasalat
Leiðbeiningar
*Athugið að innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina. * *Innihald: *
- Tilbúinn pizzabotn
- Rjómaostur
- 2 stk perur
- 80 gr valhnetur
- Gráðostur rifinn
- Hunang
- Klettasalat
Aðferð:
- Fletjið út pizzadeigið
- Smyrjið pizzabotninn með rjómaost
- Flysjið perur og skerið í þunnar sneiðar og leggið á botninn
- Merjið Valhnetur og stráið yfir
- Setjið gráðost yfir allt saman
- Að lokum er smá hunang sett yfir
- Bakið pizzuna í ofni við 180 gráður í um 18 mínútur eða þar til að hún er gullinbrún.
- Setjið ferskt klettasalat yfir
Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.