„Hann fær risasamning í Garðabænum,“ segir Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni um Örvar Eggertsson nýjasta leikmann Stjörnunnar sem félagð fékk frá HK í haust og er honum ætlaðir stórir hlutir í Garðabæ.
Örvar var afar öflugur fyrir HK framan af móti og var samningslaus eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í haust. Kristján segist hafa farið á Herrakvöld HK um helgina þar sem launatölur Örvars voru á allra vörum.
„Maður var á herrakvöldi HK um helgina og ýtti stundum á REC á símanum og breytti honum í upptökutæki, sláandi tölur. Hann er að fá risasamning, ég segi fullum fetum eins og staðan er í dag að það er erfitt fyrir hann að komast í liðið hjá Stjörnunni,“ segir Kristján.
Kristján segir að Örvar fái hálfa milljón á mánuði hjá Stjörnunni sem er miklu meira en ungir og efnilegir félagsins fá í aðra hönd í dag.
„Þegar það fréttist í Garðabænum hvað Örvar er að fá, þá mun móralinn ekki verða betri eftir það. Mér svelgdist á kaffinu, 6 milljónir á ári. Miðað við að Eggert og yngri leikmenn eru á miklu lægri launum,“ segir Kristján.
Mikael Nikulásson þjálfari KFA segir að Emil Atlason muni nýta sér þessi tíðindi til að hækka laun sín hressilega. „Þetta er fallegt fyrir Emil að fá þetta núna, hann ætlaði að setja blekið á blaðið á morgun og ætlar að hlusta í kvöld. Það þarf að fara í nýjar viðræður eftir að Stjáni kemur með þetta, það er alltaf 1,5 milljón ef Örvar fær 500 þúsund,“ segir Mikael