fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Kristján segist hafa farið með upptökutæki á herrakvöld og fundið út hvað Örvar fær í laun í Garðabæ – „Mér svelgdist á kaffinu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. október 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann fær risasamning í Garðabænum,“ segir Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni um Örvar Eggertsson nýjasta leikmann Stjörnunnar sem félagð fékk frá HK í haust og er honum ætlaðir stórir hlutir í Garðabæ.

Örvar var afar öflugur fyrir HK framan af móti og var samningslaus eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í haust. Kristján segist hafa farið á Herrakvöld HK um helgina þar sem launatölur Örvars voru á allra vörum.

„Maður var á herrakvöldi HK um helgina og ýtti stundum á REC á símanum og breytti honum í upptökutæki, sláandi tölur. Hann er að fá risasamning, ég segi fullum fetum eins og staðan er í dag að það er erfitt fyrir hann að komast í liðið hjá Stjörnunni,“ segir Kristján.

Kristján segir að Örvar fái hálfa milljón á mánuði hjá Stjörnunni sem er miklu meira en ungir og efnilegir félagsins fá í aðra hönd í dag.

„Þegar það fréttist í Garðabænum hvað Örvar er að fá, þá mun móralinn ekki verða betri eftir það. Mér svelgdist á kaffinu, 6 milljónir á ári. Miðað við að Eggert og yngri leikmenn eru á miklu lægri launum,“ segir Kristján.

Mikael Nikulásson þjálfari KFA segir að Emil Atlason muni nýta sér þessi tíðindi til að hækka laun sín hressilega. „Þetta er fallegt fyrir Emil að fá þetta núna, hann ætlaði að setja blekið á blaðið á morgun og ætlar að hlusta í kvöld. Það þarf að fara í nýjar viðræður eftir að Stjáni kemur með þetta, það er alltaf 1,5 milljón ef Örvar fær 500 þúsund,“ segir Mikael

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“