Maurice Steijn hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Ajax, er hann rekinn eftir tap gegn Utrecht í gær.
Ajax sem er stærsta félag Hollands er í fallsæti og hefur bara unnið einn leik í upphafi tímabils.
Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði tvö mörk fyrir Ajax í gær en fær nú nýjan stjóra í starfið.
Hedwiges Maduro sem var aðstoðarþjálfari liðsins tekur tímabundið við liðinu en hann var áður leikmaður félagsins.
Krísa er í gangi hjá Ajax en stuðningsmenn félagsins eru brjálaðir yfir þeirri vegferð sem félagið er nú á.