fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Japanir bregðast skelfingu lostnir við handtöku Íslendingsins – „Eru Íslendingar vondir?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. október 2023 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn japanskra fréttamiðla var 24 ára íslenskur maður handtekinn í síðustu viku í Osaka fyrir að ganga í skrokk á leigubílstjóra. Íslendingurinn mun hafa neitað að greiða tæpar 3.000 krónur fyrir farið með leigubílnum og þegar leigubílstjórinn gekk á eftir honum brást Íslendingurinn við með því að berja bílstjórann og olli honum töluverðu tjóni.

Bílstjórinn var karlmaður um sextugt og hlaut af atlögunni brot í augtóftum. Íslendingurinn var hljóður í yfirheyrslum lögreglu og rannsókn er enn í gangi.

Málið er litið alvarlegu augum í Japan og hefur vakið mikinn óhug Einkum þar sem fram kemur að Íslendingurinn sé búsettur í Japan sem ekki sé vitað til þess að hann sé með vinnu. Gífurlega margir innfæddir hafa tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum undanfarna daga þar sem spjótunum er beint að stjórnvöldum í Japan og stefnu þeirra í innflytjendamálum. Virðast margir þeirrar skoðunar að útlendingar fái að komast upp með hvað sem er, og því hætt við að Íslendingurinn komist upp með glæpinn.

Hér hafa verið þýdd og tekin saman nokkur dæmi um þá umræðu sem er að eiga sér stað á Twitter um málið:

„Undanfarið heyrir maður endalaust fréttir af erlendum ferðamönnum. Fólk er handtekið. Ég hélt þetta væru ferðamenn, en þetta eru erlendir íbúar. Hvernig getur útlendingur með óþekkta vinnu búið í Japan?“

„Hvers vegna komstu til Japana?“ 

„Hvað á það að þýða að taka leigubíl og svo berja bílstjórann í stað þess að borga? Íslendingar? Svona manneskjum á að vísa úr landi. Voru foreldrar hans ekki nógu strangir? Hann ætti að byrja upp á nýtt í legi móður sinnar.“ 

„Ég velti því fyrir mér hvort Japan er að verða staður þar sem auðvelt er fyrir útlendinga að fremja glæpi eins og þessi Íslendingur í Osaka.“ 

„Gott að lögreglan náði honum. Íslendingur – aldrei koma aftur.“ 

„Þessi Íslendingur sem barði leigubílstjórann er ógnvekjandi“ 

„Þetta er svo óvenjulegt fyrir Íslending. Íslendingar hafa orð á sér fyrir að vera vingjarnlegir og elskulegir. Það búa bara rétt rúmlega 370 þúsund manns á Íslandi svo það að einn þeirra hafi framið glæp í Japan og endaði í fréttum er ótrúlegt. Þetta er líklega eitthvað sem maður sér bara einu sinn í þessu lífi.“ 

„Glæpur framinn af Íslending í Japan. Því fleiri sem fá að koma inn í landið, þeim mun fleiri glæpi fremja þeir. Ríkisstjórnin hefur látið þetta viðgangast án þess undirbúa nokkrar mótvægisaðgerðir. Almenningi stafar ógn af þessu.“ 

„Það á að henda honum út úr landinu“ 

„Íslendingar eru verstir. Sterkir og skuggalegir“ 

„Hann verður ekki ákærður. Útlendingar komast upp með allt. Við þurfum stefnubreytingu“ 

„Þetta er afleiðingin af opnum landamærum“ 

„Síðan við fórum að taka á móti innflytjendum hafa glæpir sem þessir aukist gífurlega.“ 

„Íslenskur ríkisborgari… Japan er ekki lengur Japan“ 

„Útlendingur frá landinu sem sumir kalla paradís gerði þetta. Æði“ 

„Eru leigubílar gjaldfrjálsir á Íslandi?“ 

„Eru Íslendingar vondir?“ 

„Að koma fram við Íslendinga sem annars flokks fólk bara út af því að einn þeirra framdi glæp eru fordómar í sinni skýrust mynd. Ekki mun þessi maður heyra þessa gagnrýni hvort eð er.“ 

„Ég er að vekja athygli á þessu því sakborningurinn er hvítur. Neitaði að borga fargjald upp á tæpar 3000 krónur því hann er hvítur. Hann barði leigubílstjórann og stakk af.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“