Óttar Pálsson hæstarréttarlögmaður hefur sent DV eftirfarandi yfirlýsingu:
„Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við.
Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.
Ég mun ekki tjá mig frekar um málið að sinni.
Reykjavík, 23. október 2023,
Óttar Pálsson“