Andoni Iraola stjóri Bournemouth þarf svo sannarlega að fara að óttast um starfið sitt en liðið hefur ekki unnið leik á tímabilinu.
Iraola tók við Bournemouth í sumar þegar félagið ákvað að reka Gary O´Neill úr starfi eftir gott gengið.
Enskir veðbankar telja að hann sé líklegastur til að missa starfið sitt fyrstur en Paul Heckingbottom hjá Sheffield United þarf einnig að passa sig.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United situr í þriðja sætinu yfir þá líklegustu til að missa vinnuna.
Ten Hag virðist í nokkrum vandræðum með lið United sem hefur byrjað illa í upphafi tímabils og ekki virkað sannfærandi.
Vincent Kompany er einnig í hættu en gengi Burnley í upphafi tímabils hefur verið töluvert slakara en vonir stóðu til um.