fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Gummi Tyrfings orðinn leikmaður Fylkis

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2023 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Tyrfingsson er genginn í raðir Fylkis frá Selfyssingum.

433.is sagði frá því í morgun að skiptin væru yfirvofandi en hafa þau nú verið staðfest.

Hinn tvítugi Guðmundur átti flott tímabil fyrir Selfoss sem féll úr Lengjudeildinni fyrr í haust, en hann bar fyrirliðabandið hjá liðinu.

Guðmundur skoraði átta mörk í Lengjudeildinni í sumar en það dugði ekki til að halda Selfyssingum uppi.

Guðmundur er uppalinn á Selfossi en hann gekk í raðir ÍA árið 2020, áður en hann sneri svo heim á ný.

Fylkir hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar sem nýliði, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Yfirlýsing Fylkis
Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Guðmynd Tyrfingsson um að leika með liðinu út tímabilið 2026.

Guðmundur er öflugur sóknarmaður og kemur til Fylkis frá Selfossi þar sem hann var fyrirliði liðsins þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur einnig leikið með ÍA á sínum ferli. Hann á að baki 122 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 27 mörk, þá hefur hann leikið 26 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Við bjóðum Guðmund velkominn til félagsins og hlökkum til að sjá hann í appelsínugulu á þessu tímabili !
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna