fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Háir vextir hér á landi eru pólitísk ákvörðun sjálfstæðismanna, segir Kristrún Frostadóttir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. október 2023 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir segir vel hægt að ná niður vöxtum hér á landi án þess að tekinn verði upp nýr gjaldmiðill. Hún segir háavexti hér á landi vera í boði stjórnmálanna, Sjálfstæðisflokksins, sem ekki megi heyra minnst á að sértækum að gerðum í tekjuöflun ríkisins sé beitt til að skapa stöðugleika og verja velferðina. Þess vegna lendi það á herðum Seðlabankans við viðhalda stöðugleikanum með vaxtatækinu sem lendi af fullum þunga á heimilum og fyrirtækjum.

Hún segir Sjálfstæðismenn tala fjálglega um að fyrirsjáanleiki verði að vera í skattlagningu en þeir láti sig engu varða ófyrirsjáanleika í vaxtamálum sem sé gríðarlega alvarlegur fyrir heimilin og atvinnulífið. Kristrún er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Kristrún Frostadóttir 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kristrún Frostadóttir 4.mp4

Ef þú tekur eftir til að mynda málflutningi þáverandi, fyrrverandi, fjármálaráðherra þegar Samfylkingin og velferðarsinnaðir flokkar tala fyrir því að beita sköttum eða gjöldum þá hefur oft heyrst: Við getum ekki gert fólki eða fyrirtækjum í landinu að vera með allan þennan ófyrirsjáanleika og hringl í sköttum,“ segir Kristrún.

Hún heldur áfram: „Ókei. Það má ekkert eiga við tekjuhlið ríkissjóðs en það má vera með gríðarlegan ófyrirsjáanleika á vaxtakostnaði vegna þess að það er það sem gerist. Ef þú tekur aðhaldið ekki út á útgjalda- eða tekjuhlið og Nota Bene; það er bæði hægt að beita aðhaldi á tekju- og útgjaldahlið. Ef þú beitir ekki ríkinu með sértækum sköttum eða gjöldum þá fer það í auknum mæli í gegnum Seðlabankann.“

Hún segir pólitíska ákvörðun hafa verið tekna hér á landi um að vera með ófyrirsjáanleika í vöxtum sem leggjast flatt yfir öll fyrirtæki og leggjast flatt yfir öll heimili, algerlega óháð uppruna og getu vegna þess að ekki hafi verið vilji til þess að taka pólitíska ákvörðun.

Það er hægt að slá á þenslu með því að beita sértækum sköttum og öðrum tekjuaðgerðum og þetta er eitthvað sem við höfum ekki viljað ræða. Ég er ekki tilbúin að tala fyrir því og segja: heyrðu, við getum algerlega sleppt umræðu um pólitíska stöðu ríkissjóðs vegna þess að við getum bara gengið í Evrópusambandið og lækkað vexti. Það er hægt að breyta þessum punktum,“ segir Kristrún.

Þetta er stór hluti og svo er það hinn hlutinn, sem við vorum að fara yfir áðan varðandi hagvöxt á mann og þensluna í kerfinu, innviðanýtingu og þess háttar, og það er atvinnustefnan í landinu. Þetta eru pólitískar ákvarðanir sem eru teknar um það hvers konar atvinnugreinum er verið að halda uppi. Hingað kemur gríðarlega mikið af fólki erlendis frá í gegnum Evrópusambandið vegna þess að við erum að biðja það um að koma. Við erum búin að skapa eftirspurn eftir þessu fólki og það er auðvitað velkomið hingað á þeim forsendum.

En ef þú býður einhvern velkominn þá þarftu að vera með getu til að sinna því. Þannig að punkturinn minn er þessi: Háir vextir eru líka komnir til vegna þess að það hefur ekki verið tekin ákvörðun í pólitíkinni um að beita ríkisfjármálunum – í staðinn var vaxtatækinu beitt – og vegna þess að við höfum verið að reka hagkerfið heitt á ákveðnum sviðum og skapa þenslu. Þetta eru tveir þættir sem ég myndi treysta mér til að taka á og þarf ekki Evrópusambandið til.

Ég hef sagt: Ef ég get  sýnt almenningi að við getum fengið velferðarstjórn í landinu sem getur stýrt efnahagnum á sanngjarnan hátt, dregið úr óstöðugleika til dæmis á vinnumarkaði og í kjarasamningum – aukið kaupmátt – þá sér fólk það með berum augum að jafnaðarfólk, velferðarsinnaðir flokkar geta stýrt landinu og er treystandi til að skila málum af sér og þá er auðveldara að eiga samtal um eitthvað sem er mjög fjarri fólki, einhvers staðar í Brüssel, og snýr að utanríkismálum. Þess vegna hef ég sagt: Við förum ekki í þessa vegferð á næsta kjörtímabili vegna þess að ég veit að hér eru til leiðir til að ná niður vaxtastigi og það væri ekki hreinskilið af mér að halda því fram að það eina sem þurfti til sé að taka upp annan gjaldmiðil.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
Hide picture