fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Myndband af árás Íslendingsins í Osaka – Braut augnatóftir bílstjórans

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 23. október 2023 13:37

Úr öryggismyndavélum í Osaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskir fréttamiðlar hafa birt myndbönd af árás og handtöku Íslendingsins á leigubílstjórann í Osaka í Japan. Bílstjórinn höfuðkúpubrotnaði undir báðum augnatóftum.

DV greindi frá því morgun að 24 ára gamall Íslendingur hefði verið handtekinn í Osaka vegna gruns um að hafa lamið 59 ára gamlan leigubílstjóra. Það var Japan Today sem greindi frá málinu ytra.

Maðurinn fór í bílinn klukkan 10:30 að morgni þriðjudags í síðustu viku. Þegar á leiðarenda var komið neitaði hann að borga upphæðina, 3.000 yen eða um 2.800 krónur.

Þegar hann ætlaði í burtu án þess að borga reyndi bílstjórinn að stoppa hann með áðurnefndum afleiðingum. Hljóp hann á brott en var handsamaður af lögreglu.

Í myndböndunum, sem sýnd hafa verið í japönskum fréttamiðlum, sést maðurinn lemja bílstjórann og hrifsa af honum gleraugun. En ekki er ljóst hvort að öll upptakan er sýnd. Gengur hann svo burt, sýnir örninn á báðum höndum og hrópar að bílstjóranum.

Lögreglan hefur notað myndbandsupptökur úr leigubílnum sjálfum og frá nálægum götuhornum til að rannsaka málið. Maðurinn hefur ekki viljað tjá sig við lögreglu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“
Fréttir
Í gær

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir
Fréttir
Í gær

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“
Fréttir
Í gær

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“
Fréttir
Í gær

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 
Fréttir
Í gær

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb
Fréttir
Í gær

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“