Hún borðar McDonalds og kleinuhringi á Dunkin‘ Donuts, drekkur vodka og vinnur mikið. Ekki amalegt það!
„Ég borða McDonalds og panta það á hverjum degi í svona tvær vikur og svo breyti ég um stað,“ sagði Wang í samtali við Page Six.
Hún sagðist einnig elska fylltu kleinuhringina á Dunkin‘ Donuts.
En það er ekki bara hamborgurum og kleinuhringjum að þakka að hún sé svona ungleg. Hún nefndi einnig vinnu og vodka.
„Ég hef unnið alla mína ævi, líf mitt hefur snúist um það. Ég vinn langa vinnudaga, ég hef alið upp tvær dætur. Ég held að lykillinn að góðri heilsu sé að hafa nóg að gera.“
Unglegt útlit tískuhönnuðarins hefur vakið mikla athygli síðastliðin ár en það náði hápunkti árið 2020 þegar, þá 70 ára, Vera Wang birti mynd af sér í appelsínugulum topp og hvítum gallastuttbuxum.
Aðdáendur voru í áfalli og spurðu hvað hún væri eiginlega að gera til að líta svona út. Hún sagði einfaldlega: „Vinna, sofa, vodka kokteill og ekki of mikil sól.“