fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

74 ára og afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Fókus
Mánudaginn 23. október 2023 13:16

Vera Wang vakti gríðarlega athygli þegar hún birti myndina til vinstri fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tískuhönnuðurinn Vera Wang er 74 ára og afhjúpaði á dögunum leyndarmálið á bak við unglegt útlit hennar.

Hún borðar McDonalds og kleinuhringi á Dunkin‘ Donuts, drekkur vodka og vinnur mikið. Ekki amalegt það!

„Ég borða McDonalds og panta það á hverjum degi í svona tvær vikur og svo breyti ég um stað,“ sagði Wang í samtali við Page Six.

Hún sagðist einnig elska fylltu kleinuhringina á Dunkin‘ Donuts.

Vera Wang.

En það er ekki bara hamborgurum og kleinuhringjum að þakka að hún sé svona ungleg. Hún nefndi einnig vinnu og vodka.

„Ég hef unnið alla mína ævi, líf mitt hefur snúist um það. Ég vinn langa vinnudaga, ég hef alið upp tvær dætur. Ég held að lykillinn að góðri heilsu sé að hafa nóg að gera.“

Unglegt útlit tískuhönnuðarins hefur vakið mikla athygli síðastliðin ár en það náði hápunkti árið 2020 þegar, þá 70 ára, Vera Wang birti mynd af sér í appelsínugulum topp og hvítum gallastuttbuxum.

Aðdáendur voru í áfalli og spurðu hvað hún væri eiginlega að gera til að líta svona út. Hún sagði einfaldlega: „Vinna, sofa, vodka kokteill og ekki of mikil sól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“