fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Amerískur ferðamaður keyrði í veg fyrir bíl ungrar konu – Áverkar munu hafa áhrif út lífið

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 23. október 2023 13:30

Áreksturinn varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar sumarið 2021.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amerískur maður, George Weaver Haywood, hefur verið ákærður vegna áreksturs á Eyrarbakkavegi sumarið 2021. Ung íslensk kona stórskaddaðist á líkama og sál í árekstrinum.

Ekki er vitað hvar Haywood, sem er 71 árs gamall, er niðurkominn eða hvar hann hefur lögheimili í Bandaríkjunum og því hefur hann verið kallaður fyrir Héraðsdóm Suðurlands þann 30. nóvember næstkomandi. Mæti hann ekki verður fjarvist hans metin til jafns við að að hann viðurkenni brot sitt.

Alvarlegir áverkar

Haywood er sakaður um að hafa ekið hratt og án nægjanlegrar aðgæslu við gatnamót Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar þann 24. júní árið 2021. Virti hann ekki stöðvunarskyldu og ók í veg fyrir bíl sem var að koma norðan frá með þeim afleiðingum að árekstur varð.

Ökumaður þeirrar bifreiðar var 24 ára gömul íslensk kona sem hlaut mikla áverka í árekstrinum. Brotnaði hún á lendarlið, fékk mar á vinstri öxl og yfir brjóstkassa, yfir kviðinn og báðum mjaðmakömbum.

Lögreglan gerir kröfu um að Haywood verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir konan einnig kröfu upp á 3,4 milljónir króna í miska og skaðabætur vegna árekstursins auk alls lögfræðikostnaðar.

Hefur lokað sig af

Konan var alveg frá vinnu í níu mánuði vegna slyssins, eða fram í apríl árið 2022. Hún hefur einnig verið í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi til að halda andlegum afleiðingum slyssins í skefjum.

„Við áreksturinn fékk hún slink á hálshrygg, herðar, brjósthrygg, lendhrygg, spjaldhrygg og mjaðmir ásamt því að meiða sig í hnjám er þau rákust í mælaborðið. Þrátt fyrir þrotlausa endurhæfingu, bæði líkamlega og andlega hefur brotaþoli ekki jafnað sig af þeim alvarlegu áverkum sem hún hlaut í slysinu og munu þeir hafa áhrif á hana það sem eftir er,“ segir í kæruskjalinu.

Á konan enn mjög erfitt með að sinna starfi sínu. „Þá hefur hún lokað sig mikið til af og líf hennar snýst að stóru leiti um að reyna að mæta til vinnu og sinna æfingum frá sjúkraþjálfara, meðferðum hjá sjúkraþjálfara og samtalsmeðferðum hjá sálfræðingi til þess að halda einkennum í skefjum,“ segir jafn framt.

Vitni sagði áreksturinn harðan

Í kærunni kemur fram að vitni hafi verið að árekstrinum, maður sem var að aka á eftir bíl Haywood. Sagðist maðurinn ekki vera viss um hvort að Haywood hafi stöðvað eða hægt bíl sinn en svo hafi hann ekið í veg fyrir bíl konunnar. Hann hafi verið á miklum hraða því að áreksturinn hafi verið harður.

Sagðist vitnið hafa talað við Haywood sem hafi ranglega talið að hann hefði verið í rétti og að bíll konunnar hefði átt að stöðva.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum