fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Halldóra Anna Hagalín tekur yfir markaðsmál Vinnupalla  

Eyjan
Mánudaginn 23. október 2023 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnupallar hafa ráðið Halldóru Önnu Hagalín til að sjá um markaðsmál fyrirtækisins. Halldóra, sem er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, er með víðtæka reynslu þegar kemur að markaðsmálum og hefur sérhæft sig í þeim geira í um 20 ár. Frá árinu 2005 til ársins 2013 starfaði hún hjá Birtíngi þar sem hún kom að markaðsmálum auk þess sem hún ritstýrði fjölda tímarita. Áður en hún kom til starfa hjá Birtíngi var hún verkefnastjóri hjá 365 miðlum í fjögur ár. Eftir veru sína á fjölmiðlum skellti Halldóra sér yfir á bílamarkaðinn og var í markaðsstjórn, vefstjórn og kom að þjónustuþróun hjá Heklu. Hún vann hjá Heklu til ársins 2022. Síðan þá hefur hún starfað sjálfstætt að markaðsmálum ýmissa fyrirtækja og einnig tekið að sér hönnun og uppsetningu á heimasíðum.

„Við erum mjög stolt af því að hafa náð þessari jákvæðu og öflugu konu yfir til okkar, ekki einungis vegna þekkingar hennar á markaðsmálum heldur líka vegna þess hversu fljót hún er að setja sig inn í okkar takt, starfsemi og einörðu sýn, sem er að upphefja öryggismál í mannvirkjagerð og upplýsa almenning um mikilvægi öruggra lausna við framkvæmdir,“ segir Baldur Ingvarsson, eigandi Vinnupalla.

Það eru ekki bara markaðsmálin sem heilla en á síðasta ári keyptu Halldóra og eiginmaður hennar, Viðar Bjarnason, líkamsræktarstöðina Kvennastyrk, en stöðin er einungis fyrir konur og staðsett í Hafnarfirði. Í Kvennastyrk er lögð áhersla á að veita viðskiptavinum hlýja og góða aðstöðu í hvetjandi umhverfi þar sem konur á öllum aldri æfa saman.

„Við fögnum fjölbreytileika kvenna og njótum þess að þjálfa konur á öllum aldri, byrjendur og lengra komnar. Í krafti smæðar stöðvarinnar getum við fylgst vel með hverri og einni konu í tímum og aðlagað æfingar eftir þörfum. Þetta er einkar skemmtilegt starf og við gerum okkar besta til að hér líði öllum vel“, segir Halldóra, sem hefur á síðustu mánuðum bætt við sig námi í einkaþjálfun, mömmu- og meðgönguþjálfun, ásamt því að efla þjálfunarreynslu en hún hefur á bakinu vel yfir 1.000 hópatíma.

„Það er afar skemmtilegt að geta samþætt jafn ólíka starfsvettvanga á degi hverjum og ég hlakka til að leggja hönd á plóg í þeirri skemmtilegu vegferð sem Vinnupallar eru á,“ bætir Halldóra við að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?