Hinn tvítugi Guðmundur átti flott tímabil fyrir Selfoss sem féll úr Lengjudeildinni fyrr í haust, en hann bar fyrirliðabandið hjá liðinu.
Guðmundur skoraði átta mörk í Lengjudeildinni í sumar en það dugði ekki til að halda Selfyssingum uppi.
Guðmundur er uppalinn á Selfossi en hann gekk í raðir ÍA árið 2020, áður en hann sneri svo heim á ný.
Nú er hann að ganga í raðir Fylkis sem átti fínasta tímabil í ár, en liðið hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar sem nýliði, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.