fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Þorvaldur segir líkur á gosi fljótlega – Eitt veldur honum áhyggjum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. október 2023 13:00

Þorvaldur Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir margt benda til þess að stutt sé í næsta gos á Reykjanesi. Þorvaldur ræddi þessi mál og fleiri í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Þeir sem fylgjast með landrisinu, þeir eru að segja okkur það að þetta sé að rísa hraðar núna heldur en áður,“ sagði Þorvaldur og átti þar við svæðið í kringum Fagradalsfjall þar sem kvika hefur komið upp í þrígang á síðustu árum. „Ef að það er rétt þá má búast við því að gos komi frekar fyrr en seinna.“

Skjálftavirknin sunnar en áður

Aðspurður hvort búast megi við gosi jafnvel á þessu ári segist Þorvaldur ekki útiloka jóla- eða áramótagos en vonandi dragist það fram á næsta sumar.

Þorvaldur segir erfitt að segja til um hvar kvikan mun koma upp þegar hún loksins kemur. Ef horft sé á skjálftavirknina þá virðist hún vera sunnar en hún hefur verið.

„Það veldur mér áhyggjum,“ segir hann og nefnir Suðurstrandarveg í því samhengi.

„Það er þá möguleiki á að það opnist gossprunga sunnar við fyrri gossprungur og þá er það nær Suðurstrandarvegi sem þýðir að Suðurstrandarvegurinn er í meiri hættu,“ segir Þorvaldur og bætir við að hugsa þurfi um innviði til lengri tíma.

Hrædd við að horfa langt fram í tímann

„Ekkert af þessum gosum eru lífshættuleg en þau geta valdið skaða á mikilvægum innviðum. Bara sem dæmi og þetta er kannski hlutur sem við þurfum alltaf að hugsa um: Eina súrefnisverksmiðja landsins er í Vogunum. Hvað gerist ef það lokast fyrir Reykanesbrautina og Suðurstrandarveginn?“

Þorvaldur sagðist aðspurður ekki vilja halda því fram að við séum kærulaus þegar kemur að staðsetningu mikilvægra innviða.

„Það er eins og við séum hrædd við að horfa of langt fram í tímann og skuldbinda okkur svoleiðis. Norðmenn eru til dæmis miklu duglegri við þessa hluti en við,“ sagði hann og bætti við að við mættum ekki fara í einhverja hreppapólitík þegar kemur að staðsetningu mikilvægra innviða. Það eina sem þurfi að hugsa um sé hvað er best fyrir land og þjóð.

Aðrar eldstöðvar tilbúnar

Þorvaldur var svo spurður að því hvaða eldstöð, fyrir utan Reykjanesið, væri líkleg til að gjósa á næstunni.

„Ég var nú búinn að velta fyrir mér Öskju en það verður að segjast eins og er að það eru aðrar eldstöðvar sem eru meira tilbúnar eins og Grímsvötn. Ég á alveg von á að Grímsvötn gjósi á næstunni,“ sagði hann og benti á að Grímsvötn gjósi að meðaltali einu sinni til tvisvar á áratugi.

„Það er ekki mikil hætta af slíkum gosum, það er hugsanlegt að við fáum jökulhlaup niður á Skeiðarársand og gosmökkurinn næði mögulega 10 kílómetra upp í andrúmsloftið. En gosin eru stutt, þetta eru 2-5 dagar þannig að þau eru meira sjónarspil og skemmtilegheit heldur en annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum