fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

„Mamma, það er síminn til þín. Hann er að reyna að drepa hana“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. október 2023 10:16

Samsett mynd/Sterk saman/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Sif er 33 ára gift, tveggja barna móðir úr Breiðholti. Hún er nýjasti gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpinu Sterk saman og opnar sig um erfiða æsku og ofbeldissamband, sem hún hélt að hún myndi aldrei lenda í eftir að hafa horft upp á blóðmóður sína í sömu aðstæðum.

Valgerður var níu mánaða þegar hún var tekin í fóstur hjá eldri systur blóðmóður sinnar.

Blóðmóðir hennar bjó rétt hjá þeim og var mikill samgangur á milli heimila. Hún eignaðist þrjú börn með öðrum manni, sem Valgerður segir hafa verið mikinn ofbeldismann.

„Það litaði æsku okkar allra,“ segir hún og rifjar upp eitt atvik.

„Ég var komin með heimasíma inn í herbergi mitt, svaraði í símann og heyrði bara öskur: „Hjálpið mér!“ Það var verið að öskra í símann. Og ég pollróleg, labbaði inn í svefnherbergið hjá mömmu og pabba, vakti þau og sagði: „Mamma, það er síminn til þín. Hann er að reyna að drepa hana.“ Og rétti henni símann.“

Valgerður segir að á þessum tíma hafði sagan endurtekið sig svo oft að í hennar augum var þetta normið. Einnig ríkti mikil þöggun varðandi þetta í fjölskyldunni. „Hún var búin að vera í hrikalegu ofbeldissambandi og gat ekki komið sér út úr því og þá vildu allir bara halda þessu eins og ekkert hafa gerst. Hún henti honum út í smá tíma og svo kom hann aftur,“ segir Valgerður og bætir við að viðbrögð foreldra hennar hafi engan veginn verið rétt í þessu. „Kannski vissu þau ekki betur.“

Aðspurð hvernig viðbrögð þeirra voru útskýrir Valgerður að þau hafi verið vön að fara með hana á heimili blómóður hennar þegar hún hringdi.

„[Þau ruku af stað þegar hún hringdi og með mig] og þegar ég mætti á staðinn var íbúðin í rúst, búin að brjóta öll húsgögn, rústa sjónvarpinu og búið að lemja hana alveg sundur og saman. Þetta var einhvern veginn var orðið svo mikið norm, þegar ég fékk þetta símtal, þetta var svo eðlilegt fyrir mér.“

Hlustaðu á allan þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone