fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

24 ára Íslendingur handtekinn í Japan

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2023 08:44

Frá Osaka. Mynd: Pexels/Stephen + Alicia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Osaka í Japan handtók 24 ára Íslending þar í borg á dögunum vegna gruns um að hafa ráðist á 59 ára gamlan leigubílstjóra.

Japan Today greinir frá þessu en maðurinn er sagður hafa neitað að greiða fyrir farið áður en hann réðst á bílstjórann.

Í fréttinni kemur fram að hinn grunaði hafi farið inn í bílinn í Kita-ku hverfinu í Osaka klukkan 10:30 að morgni þriðjudags í síðustu viku. Þegar á leiðarenda var komið er maðurinn sagður hafa neitað að greiða fyrir farið en upphæðin nam þrjú þúsund jenum, tæpum 2.800 krónum.

Maðurinn er sagður hafa farið út úr leigubílnum og bílstjórinn á eftir honum. Endaði það með því að Íslendingurinn veitti bílstjóranum nokkur hnefahögg í andlitið áður en hann hljóp í burtu.

Lögreglu tókst að hafa hendur í hári mannsins eftir að hafa skoðað eftirlitsmyndavélar á svæðinu og eftir að hafa rætt við annan leigubílstjóra sem maðurinn átti viðskipti við. Var Íslendingurinn handtekinn á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu