fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ásta: Pabbi stóð eftir hálf lamaður og orðlaus – Á þessu augnabliki áttaði hann sig á mikilvægi kvenna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. október 2023 12:00

Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Pabbi heit­inn lýsti þessu þannig að á þess­ari stundu hefði runnið upp fyr­ir hon­um hversu svaka­lega hann og þjóðfé­lagið í heild reiddi sig á vinnu­fram­lag kvenna,“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festis.

Ásta skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag í tilefni af Kvennafrídeginum á morgun, 24. október, en eins og kunnugt er hefur verið boðað til allsherjarverkfalls kvenna í tilefni dagsins.

Krefjandi tímar

„Það var alltaf ákveðin saga sem mamma rifjaði upp á mínu æsku­heim­ili þegar þessi ágæti dag­ur rann upp: Kvenna­frí­dag­ur­inn,“ segir Ásta um fyrsta kvennafrídaginn árið 1975.

„For­eldr­ar mín­ir voru bú­sett­ir í Fell­un­um í Breiðholti, Asp­ar­felli 10, í lít­illi íbúð, með tvö börn – bæði í fullri vinnu við kennslu í Hóla­brekku­skóla. Tím­arn­ir voru krefj­andi, efna­hags­ástandið slæmt, húsa­kost­ur þeirra tak­markaður og þau unnu sam­hliða kennsl­unni hörðum hönd­um að því að stækka húsa­kost­inn í öðru nýju hverfi í Breiðholt­inu.“

Ásta bendir á að mamma hennar hafi alltaf unnið fullan vinnudag frá unga aldri. Hún gerði sér þó engan veginn grein fyrir því hversu mikið hún tók á sig af heimilisstörfunum, þar sem pabbi hennar var sömuleiðis mjög vinnusamur.

Á þessum tíma var hann nýorðinn skólastjóri og las þar að auki fréttir í sjónvarpinu á kvöldin. Aukastörfunum sem mamma hennar sinnti var hins vegar horft fram hjá. Rifjar hún upp hvað móðir hennar sagði nýverið:

„Maður gerði þetta bara – það var eng­inn að spá í hvort þetta væri eitt­hvert auka­álag á kon­um.“

Á þessum tíma hafi það ekki verið kallað þriðja vaktin að kaupa í matinn, elda matinn, þrífa, smyrja nesti, kaupa gjafir og sjá um heimilisbókhaldið svo eitthvað sé nefnt. „Þessu áttu kon­ur bara að sinna á meðan höfuð heim­il­is­ins tæki sér lúr í sóf­an­um til að hlaða batte­rí­in eft­ir erfiðan dag.“

Hefði viljað vera fluga á vegg

Hún rifjar svo upp augnablikið þegar faðir hennar áttaði sig á mikilvægi vinnuframlags kvenna.

„Ég hefði viljað vera fluga á vegg, þenn­an ágæta dag, þegar hún tók upp á því að fleygja rétt rúm­lega eins árs göml­um bróður mín­um í fangið á pabba og segj­ast vera far­in, far­in niður á torg til að mót­mæla ásamt kyn­systr­um sín­um,“ segir hún og bætir við að mamma hennar hafi lýst því skemmtilega hvernig pabbi hennar stóð hálflamaður með drenginn í fanginu, alveg mát og orðlaus.

„Varla vit­andi sitt rjúk­andi ráð, því á sama tíma hafði hann horft upp á meiri­hluta kenn­arat­eym­is­ins í Hóla­brekku­skóla storma út til að taka þátt í verk­fall­inu. Hóla­brekku­skóli var á þess­um tíma þríset­inn enda einn fjöl­menn­asti skóli lands­ins. Kon­ur voru í meiri­hluta kenn­ara­hóps­ins. Þar var allt á hliðinni þenn­an ágæta dag. Skól­inn í raun lamaður. Óstarf­hæf­ur,“ segir Ásta í grein sinni og heldur áfram:

„Pabbi heit­inn lýsti þessu þannig að á þess­ari stundu hefði runnið upp fyr­ir hon­um hversu svaka­lega hann og þjóðfé­lagið í heild reiddi sig á vinnu­fram­lag kvenna. Hversu mik­il­væg­ar kon­ur væru fyr­ir þjóðfé­lagið, vöxt þess og ár­ang­ur til framtíðar. Hann varð eft­ir þetta meðvitaðri um stöðu kvenna og gott ef hann fór ekki að ráða oft­ar kon­ur í lykilstöður, stjórn­enda­stöður, og hvetja þær áfram. Enda sagði hann, með smá stríðnis­blik í aug­un­um, að þær væru oft­ast klár­ari og dug­legri en karl­arn­ir! Ég fékk að minnsta kosti mikla hvatn­ingu til að láta til mín taka í leik og starfi eft­ir að ég bætt­ist í fjöl­skyldu­hóp­inn árið 1982,“ segir Ásta.

Hún segir þennan dag mikilvægan enda hafi hann komið okkur á kortið sem einbeitt og sigurviss þjóð í baráttu fyrir jafnrétti kynja. Svo verði vonandi áfram.

„Ég er þakk­lát fyr­ir að standa á öxl­um þeirra kvenna sem á und­an mér komu og mun gera mitt til að bæta stöðu þeirra sem eiga á bratt­ann að sækja í okk­ar ann­ars góða sam­fé­lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“