Kolbeinn Þórðarson hefur skrifað undir nýjan samning við Gautaborg en þetta var staðfest í dag.
Kolbeinn er 23 ára gamall miðjumaður en hann gekk í raðir sænska liðsins í ágúst á þessu ári.
Fyrir það hafði Kolbeinn spilað með Lommel í Belgíu en hann hefur staðið sig með prýði í Svíþjóð til þessa
Gautaborg ákvað að bjóða Kolbeini nýjan tveggja ára samning og er hann nú bundinn til ársins 2026.
Núverandi samningur Kolbeins átti að renna út á næsta ári en framlengingin tryggir honum að minnsta kosti þrjú ár í Svíþjóð.
Gautaborg er í vandræðum í sænsku úrvalsdeildinni og er þremur stigum frá fallsæti er þrjár umferðir eru eftir.