Þetta kemur fram í nýrri samantekt dönsku hagstofunnar. Vinnandi fólki fjölgaði um 4.300 frá því í júli og um 37.000 ef miðað er við ágúst á síðasta ári.
Fjölgunin á milli júlí og ágúst var að stærstu hluta í einkageiranum en hann bætti við sig 3.300 starfsmönnum en opinberi geirinn bætti við sig 900 starfsmönnum á sama tíma.
Launþegum hefur fjölgað nær samfellt í þrjú ár. Þegar fjölgunin hófst, í janúar 2021, voru um 2.762.000 launþegar í Danmörku. Síðan þá hafa tæplega 240.000 bæst við.
Tore Stramer, aðalhagfræðingur samtaka danskra atvinnurekenda, sagði að þetta sé sögulegt og engin vafi sé á að þessi mikla atvinnuþátttaka sé stærsta óvænta jákvæða frétt ársins.