fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ný aðferð við að koma farþegum um borð í flugvélar – Á að stytta tímann sem fer í þetta

Pressan
Mánudaginn 23. október 2023 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það tekur oft langan tíma fyrir farþega að koma sér um borð í flugvélar og fer þessi hægagangur í taugarnar á mörgum. Nú ætlar bandaríska flugfélagið United Airlines að grípa til nýrrar aðferðar við að koma farþegum um borð í vélar sínar og vonast til að með þessu verði hægt að stytta tímann sem fer í þetta.

Sum flugfélög skipta farþegum upp í allt að níu mismunandi hópa þegar kemur að því að koma þeim um borð. Önnur notast við sms-tilkynningar um að nú sé kominn tími til að fara að hliðinu.

The Wall Street Journal segir að samkvæmt minnisblaði frá flugfélaginu þá verði byrjað að nota nýju aðferðina þann 26. október. Hún kallast „WILMA“ og er reiknað með að hún stytti heildartímann, sem fer í að koma farþegunum um borð, um tvær mínútur.

„WILMA“ stendur fyrir „window, middle og aisle“ (gluggi, miðja og gangur).

Þetta er mjög góð lýsing á aðferðinni sem gengur út á að farþegum, sem eiga sæti við glugga, verður hleypt fyrst um borð. Því næst þeim sem sitja í miðjunni og síðast þeim sem sitja við ganginn.

Fólk sem þarfnast aðstoðar og barnafjölskyldum verður þó hleypt fyrst um borð. Hópar fá einnig að fara um borð saman, óháð hvaða sætum fólkið í þeim situr í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu