fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ótrúleg sjón mætti henni þegar hún kom heim úr fríi – „Ég sit bara uppi með stórt vandamál“

Pressan
Mánudaginn 23. október 2023 07:00

Það var lítið eftir af húsinu hennar. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sit bara uppi með stórt vandamál,“ sagði Susan Hodgson eftir að hún kom heim úr frí og sá að hús hennar hafði verið jafnað við jörðu fyrir mistök.

Hodgson, sem býr í Atlanta, var í fríi þegar nágranni hennar hringdi í hana og spurði hvort verktakafyrirtæki hefði verið ráðið til að rífa húsið hennar en ekki var búið í því.

„Ég sagði „nei“ og hún sagði: „Jæja, það er einhver hér sem er nýbúinn að jafna húsið við jörðu,“ sagði Hodgson í samtali við WAGA-TV.

Þegar nágranninn fór og ræddi við starfsmenn verktakans var henni sagt að „halda kjafti og skipta sér ekki af því sem henni kemur ekki við“ sagði Hodgson.

Hún sendi þá ættingja sinn á vettvang til að fá að sjá leyfi fyrirtækisins til að rífa húsið.  Þegar starfsmaður dró upp leyfið og skoðaði það áttaði hann sig á að þeir höfðu rifið rangt hús.

Eins og áður sagði bjó enginn í húsinu en Hodgson sagði að því hafi verið haldið vel við, hirt um garðinn og snyrtilegt í kringum það. Öll gjöld hafi verið greidd og ekkert aðfinnsluvert við það.

Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í yfirlýsingu að verið sé að skoða málið og reyna að leysa það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad