Ederson átti upphaflega að byrja leik Manchester City og Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Ederson var valinn í byrjunarliðið af Pep Guardiola en útlit er fyrir að breyting hafi verið tekin á lokastundu.
Blaðamaðurinn Dom Farrell birti mynd af upprunarlegu uppstillingu Man City þar sem Brassinn er í markinu.
Stefan Ortega fékk hins vegar kallið fyrir upphafsflautið og hefur Guardiola útskýrt af hverju.
,,Ederson ferðaðist með brasilíska liðinu. Hann gat spilað leikinn en við ákváðum að gefa honum smá hvíld,“ sagði Guardiola.
,,Það er allt saman,“ bætti Guardiola við og þvertekur fyrir að það séu einhver vandræði þeirra á milli.