Youri Tielemans harðneitar því að samband hans og Unai Emery, stjóra liðsins, sé í molum eins og sumir vilja meina.
Búist var við að Tielemans yrði fastamaður í liði Villa á tímabilinu eftir komu frá Leicester en hann er mikið á bekknum undir Emery.
Belginn ætlar sér að vinna inn sæti í byrjunarliðinu og er ekki að horfa á það að fara frá félaginu í janúar.
,,Þetta er öðruvísi áskorun. Mér fannst ég hafa unnið fyrir mínu sæti hjá Leicester og ég þarf að gera það sama hér,“ sagði Tielemans.
,,Kannski tekur það lengri tíma en hjá Leicester en ég legg mig mikið fram og reyni að verða að betri leikmanni.“
,,Ég sé allar þessar kjaftasögur og get ekki annað en hlegið. Þjálfarinn hefur stutt við bakið á mér og samband okkar er mjög gott.“