Bjarni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss sem mun spila í 2. deild karla næsta sumar.
Þetta var staðfest í dag en Selfoss gaf frá sér tilkynningu þar sem ráðning Bjarna var staðfest.
Dean Martin var síðast þjálfari Selfoss en hann sagði starfi sínu lausu fyrir nokkrum vikum síðan.
Bjarni er mjög reyndur þjálfari en undanfarin ár hefur hann þjálfað bæði Vestra og síðar Njarðvík.
Bjarni skrifar undir tveggja ára samning við Selfoss sem féll úr Lengjudeildinni í sumar.