fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Utanríkisráðherra Íran varar Bandaríkjamenn – Allsherjarstríð í Miðausturlöndum gæti brotist út

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. október 2023 14:00

Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Íran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Íran, sendi í dag kuldalega viðvörun til Bandaríkjamanna varðandi átökin milli Ísrael og Hamas sem hann telur að gætu leitt til allsherjarstríðs í heimshlutanum.

„Ég vara Bandaríkin og staðgengil þeirra (Ísrael) við að ef þeir stöðva ekki glæpina gegn mannkyninu og þjóðarmorðin í Gaza, þá er allt mögulegt á hverri stundu og heimshlutinn gæti orðið stjórnlaus,“ sagði ráðherrann á blaðamannafundi með kollega sínum frá Suður-Afríku, Naledi Pandor, í Tehran.

Ummælin féllu í kjölfar linnulausra loftárása Ísrael á Gaza í nótt, þar sem 80 eru sagðir hafa fallið, auk þess sem tveir flugvellir í Sýrlandi og moska á Vesturbakkanum urðu fyrir flugskeytum Ísraelshers.

Þá er ástandið á landamærum Ísrael við Líbanon mjög viðkvæmt. Íbúar við landamærin hafa sumstaðar yfirgefið heimili sín en Ísraelsher og Hezbollah-samtökin líbönsku hafa skipst á flugskeytaárásum yfir landamærin. Ljóst er að lítið þarf til svo að átök milli þessara aðila stigmagnist.

Nir Barkat, efnahagsráðherra Ísrael, lét hafa eftir sér að Ísrael myndi „eyða“ Hezbollah-samtökunum ef að frekari átök brjótast út og varaði yfirvöld í Íran við að kynda undir ófriðabálið. Það myndi einfaldlega þýða að Ísrael beini spjótum sínum að Íran.

Nir Barkat

Útskýrði Barkat orð sín við breska miðilinn Mail on Sunday á þá leið að áætlun Íran væri að herja á Ísrael úr öllum áttum. Ef að sú áætlun raungerist þá muni Ísrael ekki aðeins verja sig á þeim vígsstöðvum heldur einnig ráðast að „höfði snáksins, Íran.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“