Það kom mörgum á óvart þegar Rafael Benitez ákvað að taka við Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í sumar.
Benitez hefur náð flottum árangri á sínum ferli sem þjálfari og vann til að mynda Meistaradeildina með Liverpool árið 2005.
Benitez segist sjálfur hafa fengið yfir 20 tilboð í sumarglugganum og er Celta alls ekki það félag sem bauð hæstu upphæðina.
Byrjunin hefur verið erfið fyrir Celta sem er í fallbaráttu eftir fyrstu níu umferðirnar.
,,Ég fékk yfir 20 tilboð og hefði fengið mun betur borgað hefði ég samþykkt þau en stoltið kom mér til Celta,“ sagði Benitez.
,,Ég vildi starfa í topp deild og vera nær fjölskyldunni sem leyfir mér að þroskast. Þetta var það boð sem heillaði mig mest.“