Það var rifist á Stamford Bridge í gær er Chelsea og Arsenal áttust við í grannaslag í London.
Chelsea komst í 2-0 forystu í viðureigninni en Cole Palmer skoraði fyrra mark heimamanna úr vítaspyrnu.
Palmer var einn besti maður vallarins í gær en Raheem Sterling vildi fá að taka spyrnuna en fékk ósk sína ekki uppfyllta.
Sterling reyndi að taka boltann af Palmer er hann gekk að vítapunktinum en eftir stuttar viðræður varð sá síðarnefndi fyrir valinu.
Palmer skoraði örugglega og kom Chelsea í 1-0 en leiknum lauk að lokum með 2-2 jafntefli.
Myndir af þessu má sjá hér.