Kasper Schmeichel, fyrrum markmaður Leicester, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í leik gegn San Marino í vikunni.
Schmeichel missti stjórn á skapi sínu í viðureigninni er hann öskraði á boltastrák sem tók sinn tíma í að koma boltanum aftur í leik.
,,Gefðu mér boltann fíflið þitt,“ öskraði Schmeichel í leik sem Danmörk vann 2-1.
Schmeichel spilar í dag í Belgíu og er 36 ára gamall en hann sér eftir hegðun sinni og ákvað að biðjast afsökunar opinberlega.
,,Eins og allir vita þá er mjög mikilvægt fyrir mig að vera fyrirmynd fyrir börn og ég geri allt til að standast þær kröfur,“ sagði Schmeichel.
,,Í þessu ákveðna tilfelli þá fór ég yfir strikið og ég biðst afsökunar og sé eftir minni hegðun.“