Sevilla 1 – 1 Real Madrid
1-0 David Alaba(’74, sjálfsmark)
1-1 Daniel Carvajal(’78)
Dani Carvajal reyndist hetja Real Madrid í dag sem mætti Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni.
Carvajal spilar sem bakvörður en hann skoraði jöfnunarmark liðsins í 1-1 jafntefli á útivelli.
David Alaba skoraði sjálfsmark á 74. mínútu en fjórum mínútum seinna komst Carvajal á blað til að tryggja stig.
Real er enn á toppnum með 25 stig eftir tíu leiki en í öðru sæti situr Girona með 22 og á leik til góða.