Chelsea var búið að ná samkomulagi við miðjumanninn Mohammed Kudus í sumar sem spilar í dag með West Ham.
Frá þessu greinir umboðsmaður leikmannsins, Jen Mendelewitsch, en Kudus var reiðubúinn að semja á Stamford Bridge.
Chelsea náði þó aldrei samkomulagi við Ajax og bauð aðeins 17 milljónir punda í leikmanninn sem Ajax, þáverandi lið hans, hafnaði um leið.
West Ham borgaði að lokum 38 milljónir punda fyrir Kudus og var Chelsea aldrei nálægt þeim verðmiða.
,,Við náðum samkomulagi við Chelsea og vorum búnir að samþykkja samninginn en það varð ekkert úr því,“ sagði Mendelewitsch.
,,Hann ræddi við þjálfarann en að lokum varð ekkert úr þessu því tilboð Chelsea til Ajax var fáránlegt og þeir sneru ekki aftur.“
,,Chelsea gerði þetta við marga leikmenn í sumar, liðið bauð mjög lága upphæð í leikmenn vitandi það að ekkert samkomulag myndi nást.“
,,Sannleikurinn er sá að þeir voru algjörlega einbeittir að því að fá Moises Caicedo frá Brighton.“