Chelsea er komið í 2-0 forystu gegn Arsenal en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni.
Cole Palmer skoraði fyrra mark Chelsea í fyrri hálfleik en hann kom boltanum í netið af vítapunktinum.
Snemma í seinni hálfleik skoraði Chelsea annað mark en Mykhailo Mudryk komst þá á blað.
Úkraínumaðurinn ætlaði að gefa boltann fyrir en sending hans endaði í markinu og kom David Raya engum vörnum við.
Markið má sjá hér.
🚨🚨| GOAL: Mudryk scores against Arsenal.
Chelsea 2-0 Arsenal
— CentreGoals. (@centregoals) October 21, 2023