Stuðningsmenn Chelsea kvöddu Eden Hazard í dag er liðið mætti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Hazard gaf það út á dögunum að hann væri hættur í fótbolta aðeins 32 ára gamall.
Belginn er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Chelsea en hann lék með liðinu frá 2012 til 2019.
Risastór borði var sjáanlegur á Stamford Bridge í dag áður en flautað var til leiks í þessum grannaslag.
Borðann má sjá hér.
Wonderful Eden Hazard tribute. https://t.co/llPHuNm9fV
— Nizaar Kinsella (@NizaarKinsella) October 21, 2023