fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Stórtíðindi úr Hollywood – Goðsögnin að slíta 45 ára hjónabandi

Fókus
Laugardaginn 21. október 2023 14:37

Meryl og Don árið 2018/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau sláandi tíðindi voru að berast frá Hollywood að stórstjarnan og goðsögnin Meryl Streep er að skilja við eiginmann sinn til 45 ára, Don Gummer. Hjónin opinberuðu þessi harmatíðindi ásamt því að greina frá því að þau hafi skilið að borði og sæng fyrir sex árum síðan og þá slitið samvistum.

Talsmaður leikkonunnar sagði í yfirlýsingu til Page Six að hjónin, sem eru á áttræðisaldri, hafi slitið samvistum fyrir rúmlega sex árum. Þeim þyki enn vænt hvort um annað en hafi ákveðið að halda í sitt hvora áttina.

Úr einu sambandi í annað

Meryl og Don gengu að altarinu árið 1978 og eiga fjögur börn saman. Henry, Mamie, Grace og Louise en börnin eru öll fullorðin. Þau kynntust í gegnum bróður Meryl og féllu kylliflöt og giftu sig þetta sama ár, sex mánuðum eftir að fyrrverandi kærasti Meryl, leikarinn John Cazale lést úr lungnakrabbameini.

Nýgift opnaði Meryl sig um söknuðinn eftir fyrrum kærastanum í viðtali. Hún hafi neyðst til að horfast í augu við hverfulleika mannsins og horft öðrum augum á lífið í kjölfarið. Eftir að John lét lífið þurfti Meryl að flytja út af sameiginlegu heimili þeirra, en bróðir hennar hjálpaði henni í flutningunum og hafði með sér vin sinn, Don Gummer. Don ákvað að leyfa Meryl að leigja íbúðina sína í New York á meðan hann var fjarverandi að sinna vinnu. Þau skiptust í kjölfarið á bréfum og þar kviknaði neistinn.

Engar leiðbeiningar

Árið 2002 sagði Meryl í viðtali að lykillinn að farsælu hjónabandi þeirra væri gæska og að vera stundum tilbúinn að vera sveigjanlegur. Og að sjálfsögðu vita hvenær maður eigi að þegja.

„Það eru engar leiðbeiningar um það hvernig maður rekur fjölskyldu, þetta felur alltaf í sér gífurlegar samningaviðræður. Ég hef heildstæða þörf til að vinna og hafa sterka og mikla ást í einkalífinu. Ég get ekki ímyndað mér að skilja eitt frá öðru.“

Seinast birtust hjónin saman opinberlega á Óskarsverðlaununum árið 2018, en í gegnum tíðina hafa þau verið mjög samheldin og hefur Don verið helsti stuðningsmaður konu sinnar og fagnað afrekum hennar sem eru ófá.

Þegar Meryl vann Óskarinn árið 2012 fyrir leik sinni í Iron Lady þakkaði hún manni sínum sérstaklega:

„Fyrst og fremst vil ég þakka Don því þegar fólk þakkar manni sínum í lok ræðunnar þá er það gert á meðan manni er vísað af sviði með tónlist. Ég vil að hann viti að allt það sem ég met mest í þessu lífi okkar saman, hefur hann gefið mér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram