fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sahara fékk gull og silfur á Global Digital Excellence Awards

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 21. október 2023 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaðs- og tæknifyrirtækið Sahara hefur hlotið hin eftirsóttu verðlaun Global Digital Excellence Awards í tveimur flokkum fyrir árið 2023. Global Digital Excellence Awards eru verðlaun sem setja viðmið í hinum stafræna heimi með því að heiðra vefsíður, herferðir, verkfæri og teymi fyrir framúrskarandi árangur á sínu sviði. Gildir einu hvort um er að ræða stór eða lítil, staðbundin eða alþjóðleg verkefni – verðlaunin snúast ekki um stærðir herferða eða auglýsingastofa, þeim er einfaldlega ætlað að fagna og veita viðurkenningu þeim sem skara fram úr í nýsköpun og kreatífri hugsun.Veitt eru verðlaun í yfir 40 flokkum. Virt alþjóðleg dómnefnd velur sigurvegara í hverjum flokki með gagnsæju tveggja þrepa ferli þar sem stigagjöf ákvarðar fyrst hver koma til greina og dómarapanell kemst síðan að niðurstöðu um hver hlýtur gullverðlaun og í nokkrum tilfellum einnig silfurverðlaun.Sahara fékk tilnefningu í tveimur flokkum að þessu sinni og hlaut verðlaun í þeim báðum. Í flokknum PAID MEDIA CAMPAIGN OF THE YEAR lenti Sahara í öðru sæti með herferðina Life’s Too Short fyrir Blue Car Rental og hlaut fyrir það silfur.„Samstarfið við Blue Car Rental hefur gengið alveg ótrúlega vel, það hefur einkennst af gagnkvæmu trausti og metnaði allt frá fyrsta degi sem endurspeglast í þeim árangri sem við höfum nú náð. Við erum full tilhlökkunar að halda samstarfinu við Blue áfram og byggja á þeim góða grunni sem við höfum mótað saman,“ segir Andreas Aðalsteinsson, Head of Digital og partner hjá Sahara:Gullverðlaun fyrir herferð 66°NorðurÍ flokknum PAID SOCIAL MEDIA CAMPAIGN OF THE YEAR hlaut Sahara gullverðlaunin fyrir herferðina Keeping London Warm Since 2022 fyrir 66°Norður. „Við höfum unnið mjög náið með 66°Norður síðastliðin fimm ár og haft umsjón með stafrænum herferðum fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Samstarfið hefur gengið mjög vel í alla staði og það kristallast sérlega vel í þessari herferð þar sem samspil heildarnálgunar og markaðsefnis small saman,“ segir Jón Gísli Ström, Digial Marketing Manager og partner hjá Sahara.Meðal stofa sem einnig voru tilnefndar til verðlauna að þessu sinni má finna nokkrar margverðlaunaðar sem starfa fyrir viðskiptavini á borð við Netflix, Airbnb, Honda, Kia og kvikmyndafyrirtækið Warner Brothers.„Við erum gríðarlega ánægð og stolt að hafa unnið til þessara verðlauna. Það er alltaf ákveðin viðurkenning fólgin í því að fá tilnefningu til erlendra verðlauna en að lenda síðan á verðlaunapalli er algjörlega frábært. Starfsfólkið á mikið hrós skilið enda erum við með gríðarlegt keppnisskap sem endurspeglast í metnaði okkar að ná árangri fyrir okkar viðskiptavini. Við lögðum upp í ákveðna vegferð í byrjun þessa árs þar sem við settum okkur skýr markmið sem eru að skila sér og við munum halda ótrauð áfram á þeirri braut, staðráðin í að gera enn betur,“ segir Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri Sahara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks