fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Samfélag lögfræðinga nötrar: Einn þekktasti hæstaréttarlögmaður landsins gæti misst leyfið út af líkamsárás

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. október 2023 10:42

Uppgjör átti sér stað í verslun í miðbænum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að samfélag lögfræðinga hér á landi nötri eftir fregnir af meintri líkamsárás hæstarréttarlögmanns. Sá er í eigendahópi einnar stærstu og öflugustu lögmannsstofu landsins, þar sem um 50 manns starfa, og hefur verið einn þekktasti lögmaður atvinnulífsins. Var hann meðal annars afar áberandi í ýmsum málum sem tengdust hruninu og uppgjöri þeirra. Fékk hann meðal annars í sinn hlut svimandi upphæðir úr tiltekinni slitastjórn fallins banka. Þá hefur lögmaðurinn setið í ábyrgðarstöðu fyrir Lögmannafélag Íslands.

Sjá einnig: Ástarþríhyrningur sprakk í loft upp:Hæstaréttarlögmaður grunaður um stórfellda líkamsárás

Hann á nú yfir höfði sér kæru vegna alvarlegrar líkamsárásar og verði hann fundinn sekur er leyfi hans sem lögfræðings í uppnámi.

Blóðugir áverkar á nefi og brákuð rifbein

Forsaga málsins er sú að lögmaðurinn, sem er giftur fjölskyldumaður, er sagður hafa átt vingott við kvenkyns lögfræðing sem einnig er í eigendahópi stofunnar öflugu. Það hafi kvisast út til eiginmanns hennar, verslunareiganda í miðborg Reykjavíkur, með tilheyrandi flækju.

Herma heimildir DV að eiginmaðurinn hafi meðal annars mætt á lögfræðistofuna með samskipti lögfræðinganna í hönd og valdið þar nokkrum usla.

Það leiddi svo til uppgjörs í verslun eiginmannsins í miðbænum á miðvikudag. Mannlíf greindi frá því í morgun að eiginmaðurinn svikni hefði hlotið blóðuga áverka á nefi, brákuð rifbein og áverka á hálsi en í fyrri frétt var því haldið fram að maðurinn hefði nefbrotnað. Hann leitaði á bráðadeildar í kjölfar árásarinnar en vitni voru að árásinni sem skökkuðu leikinn.

Eins og áður hefur komið fram heldur lögmaðurinn því fram að eiginmaðurinn hafi ógnað sér með hníf og hann því brugðist við í sjálfsvörn. Hermt er að vitni deili ekki þeirri upplifun lögmannsins og lögregla hafi ekki fundið hníf á vettvangi þrátt fyrir leit.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“