Tim Sherwood, fyrrum stjóri Tottenham, er svo sannarlega enginn aðdáandi Erik ten Hag, stjóra Manchester United.
Sherwood vill meina að Man Utd sé ekki að bæta sig undir stjórn Ten Hag eftir erfið ár þar sem gengið hefur ekki verið ásættanlegt.
Ten Hag átti að vera maðurinn til að snúa gengi Man Utd við en Sherwood er ekki sannfærður um hans leiðtogahæfileika.
,,Liðið er að versna undir Ten Hag og ég er ekki á því máli að hann sé að gera nógu góða hluti,“ sagði Sherwood.
,,Ef liðið skorar mörk undir lok leiksins, það gerir hann ekki að betri þjálfara, við þurfum að hugsa um hann eins og þeir hafi tapað leiknum.“
,,Ten Hag er ekki að dæma leikmennina á sanngjarnan hátt, hann hendir einhverjum leikmönnum inná og vonar að þeir vinni leikinn fyrir hann.“