Pep Guardiola, stjóri Manchester City, man ekki eftir því að hafa tjáð sig um kollega sinn Roberto De Zerbi í maí.
Guardiola sagði þá að De Zerbi yrði góður arftaki í Manchester þegar hann ákveður að kveðja Englandsmeistarana eftir langa dvöl.
De Zerbi er ítalskur og þjálfar Brighton en hann hefur náð mögnuðum árangri þar á stuttum tíma eftir að hafa tekið við í fyrra.
Guardiola man ekki eftir að hafa orðað De Zerbi við eigið starf en þessi lið eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag.
,,Viltu láta reka mig!? Ég man ekki eftir að hafa sagt þetta en kannski er ég með slæmt minni. Ég er viss um að Roberto geti þjálfað hvaða lið sem er,“ sagði Guardiola.
,,Ég efast ekkert um það, hann getur þjálfað Brighton og öll önnur lið í heiminum.“