fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þrír menn handteknir á Snorrabraut eftir flug frá München

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. október 2023 13:00

Frá Snorrabraut. Mynd: já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn þremur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Einn mannanna er Spánverji, fæddur árið 2000, annar er frá Aserbaísjan og er fæddur 1981, en sá þriðji er búsettur í Seljahverfi, ber hann þó erlent nafn; sá er fæddur 1995.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa í félagi staðið að innflutningi á tæplega 2,5 kg af kókaíni sem hafði 81% styrkleika, í júlí síðasta sumar. Fíkniefnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi.

Spánverjinn kom hingað sem farþegi með flugi frá München í Þýskalandi og tilkynnti farangursþjónustu að ferðataskan hans væri týnd. Ferðataska mannsins kom með öðru flugi til Keflavíkurflugvallar sama kvöld. Við tollskoðun fundust fíkniefnin falin undir fölskum botni ferðatöskunnar. Lögregla lagði hald á efnin og skipti þeim út fyrir gerviefni.

Ferðataskan var flutt til dvalarstaðar mannsins, að Snorrabraut. Þar meðhöndluðu mennirnir þrír efnin og komu ferðatöskunni fyrir í bíl í eigu þess sem er búsettur hérlendis. Voru mennirnir handteknir í húsnæðinu við Snorrabraut.

Þess er krafist að þeir verði allir dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Auk þess er krafist upptöku á fíkniefnunum, haldlögðum fjármunum, iPhone síma, minnislykli og umræddri ferðatösku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks