fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Eyjan

Segir niðurskurð og skerðingar ríkisstjórnarinnar velta velferðinni í fang fyrirtækjanna – kallar á hærri launakröfur sem fyrirtækin verða að standa undir

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 22. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir þá niðurskurðar- og skerðingarstefnu sem núverandi ríkisstjórn rekur í ýmsum málaflokkum heilbrigðis- og velferðar skapa gríðarlegan kostnað annars staðar í kerfinu og síðar, auk þess sem velferðin lendi í fangi fyrirtækjanna í landinu í gegnum hærri laun en ella.

Kristrún er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Kristrún Frostadóttir 1.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kristrún Frostadóttir 1.mp4

Mín skoðun sem er bundin líka og samhliða sósíaldemókratískri pólitík og líka bara mínum hagfræðibakgrunni er sú að við verðum að horfa á samhengi hlutanna,“ segir Kristrún. „Föst tala í ríkisútgjöldum segir þér ekki neitt. Við þurfum að skoða eðli þjónustunnar, hvað hún gerir fyrir fólk, og við þurfum að hafa það í huga að skerðingar eða niðurskurður á ákveðnum stað getur leitt af sér stórkostlega kostnað síðar meir.“

Hún segir ríkið, sveitarfélög og fyrirtækin í landinu finna það á eigin skinni þessa dagana að þegar við erum ekki með þetta þríhliða samband milli vinnumarkaðar, atvinnurekenda og ríkis þegar kemur að því að verja velferðina þá sé það þannig að atvinnurekendur þurfi hálfpartinn að borga fyrir velferðina úr eigin vasa í formi launahækkana. „Þetta endar líka í kostnaði hjá ríkinu, þetta endar í verulegum kostnaði hjá sveitarfélögunum, þar sem 60 prósent af útgjöldunum eru laun, og þetta lendir líka í fanginu á fyrirtækjum.“

Hún segist markvisst hafa sagst vilja færa hina pólitísku orðræðu yfir á skatta og velferð. „Því að mér finnst allt of lítið talað um það að það þurfi að fjármagna hluti sem við viljum í nútíma velferðarkerfi en að slík fjármögnun, þó hún geti falið í sér hærri gjöld eða hærri skatta einhvers staðar, kemur í veg fyrir stórkostlegan kostnað víða annars staðar í kerfinu sem annars myndi vinda upp á sig.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Hide picture