fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Gerði fjandmanni sínum lífið leitt í 15 ár – Eyðilagði trúlofunina og skemmdi uppáhalds sjónvarpsþættina

Fókus
Föstudaginn 20. október 2023 21:30

Linda Solley Hurd er langrækin með afbrigðum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir eru langræknari en aðrir en sennilega er kona ein frá Dallas í Bandaríkjunum, Linda Solley Hurd, einhverskonar methafi hvað þetta varðar.

New York Post fjallar um hefnigirni Hurd sem hefur í fimmtán ár gert lífið leitt fyrir mann sem að hún lenti í harkalegum árekstri við. Hurd segir frá málinu í færslu á Tiktok-síðu sinni sem slegið hefur í gegn og fengið gríðarlegt áhorf.

Allt þetta hófst þegar Hurd var stödd á uppistandssýningu ásamt vinkonum sínum fyrir fimmtán árum síðan. Ein vinkona hennar varð þá fyrir því óláni að hella úr glasi yfir kjöltuna á karlkyns áhorfanda en sá brást hinn versti við og skyrpti á vinkonuna og jós svívirðingum yfir hana. Þegar Hurd blandaði sér í rifrildið kallaði hann hana „ljóta tík“ og þar með var ekki aftur snúið.

Flóð af Höskuldarviðvörunum

Hurd ákvað þá að leggja sig alla fram við að gera viðkomandi lífið leitt. Hún fann manninn á Facebook og sá þá að uppáhalds sjónvarpsþættirnir hans voru Breaking Bad og The Walking Dead.

„Þetta var þegar línuleg dagskrá var enn í gangi og einn þáttur var að berast í hverri viku. Aðdáendur reyndu því að forðast Höskuldarviðvaranir (e. spoilers) en ég fór og leitaði að slíku um allt, sérstaklega á Reddit og umræðuhópum á netinu,“ segir Hurd. Hún bjó svo til gerviaðganga að Facebook og sendi fjandmanni sínum upplýsingar um það helsta í hverjum þætti.

Maðurinn blokkaði reikningana hægri vinstri en hann hafði ekki undan því Hurd bjó þegar í stað til nýja reikninga og hélt áfram að negla á hann upplýsingum og skemma þættina fyrir honum.

Hún hélt hefndaraðgerðunum til streitu mánuðum saman, allt þar til að hún taldi sig hafa náð fram hefndum. En þá var ballið rétt að byrja.

Rústaði trúlofun fjandmannsins

Þannig vildi til að Hurd gekk í háskóla einn á þessum tíma og skyndilega mætti fjandmaður hennar í tíma í sama fagi. Stuttu síðar hélt maðurinn kynningu á verkefni og þegar hann varpaði tölvuskjá sínum á tjald með skjávarpa sá Hurd glitta í notendanafnið hans á samfélagsmiðlinum Reddit sem hún nýtti til að stríða honum enn meira.

Síðan lagðist hefnigirni hennar aftur í dvala. Tæpum áratug síðar hrökk hún svo við þegar Facebook-vinkona hennar, sem hún var í litlu sambandi við, tilkynnti að hún væri búin að trúlofast engum öðrum en fjandmanni Hurd.

Þá hafi hún kíkt aftur á Reddit og farið að kanna hvað fjandmaðurinn hafi verið að bardúsa öll þessi ár. Það sem hún sá vakti talsverðan óhug hjá henni – ósmekkleg innlegg og vafasamar myndbirtingar. Hurd tók sig því til og sendi upplýsingarnar á unnustu fjandmannsins í gegnum einn af gerviprófílunum á Facebook. Það kom að stað atburðrás sem varð til þess að trúlofun parsins var slitið.

„Síðasta sem ég vissi var að hún hafði kynnst nýjum manni og átti með honum dásamleg börn,“ sagði hin hefnigjarna Hurd.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram