Erik ten Hag stjóri Manchester United heldur áfram að styðja við Andre Onana markvörð félagsins þrátt fyrir lélega byrjun.
Ten Hag ákvað að henda David De Gea út í sumar og sækja sinn gamla vin, Andre Onana í markið.
„Allir sem koma inn í ensku úrvalsdeildina þurfa tíma til að aðlagast, en hann þarf að stíga upp,“ segir Ten Hag.
„Stór nöfn í sögu Manchester United, þeir Peter Schmeichel og David de Gea byrjuðu ekki vel. Andre veit að það er gott að skoða söguna.“
„Hann hefur sannað það hjá Barcelona, Inter og Ajax að hann er góður markvörður. Hann var í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, hann mun standa sig vel fyrir okkur.“