fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Reyndur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu segir upp vegna stuðnings Bandaríkjanna við Ísrael

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. október 2023 15:30

Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu sem starfað hefur í meira en áratug á þeirri skrifstofu ráðuneytisins sem hefur meðal annars umsjón með vopnasölu Bandaríkjanna sagði upp störfum í síðustu viku. Ástæðu uppsagnarinnar segir hann vera „blindan stuðning“ Bandaríkjanna við Ísrael í stríði þess gegn Hamas-samtökunum og þá ekki síst að síðarnefnda ríkinu sé í sífellu útveguð banvæn vopn.

Maðurinn heitir Josh Paul og skrifaði bréf um uppsögn sína sem hann birti á vefsvæðinu LinkedIn.

Í bréfinu kallaði Paul árás Hamas á Ísrael fyrr í þessum mánuði, sem hratt yfirstandandi átakahrinu af stað, viðurstyggð en gagnrýndi um leið aðstoð ríkisstjórnar Joe Biden forseta Bandaríkjanna við Ísrael.

Hann segist trúa því í fyllstu einlægni að viðbrögð Ísraels við árás Hamas, sem Bandaríkin styðji, muni einungis leiða til meiri og dýpri þjáninga bæði ísraelsku og palestínsku þjóðarinnar. Stuðningur við þessi viðbrögð samræmist ekki langtíma hagsmunum Bandaríkjanna.

Viðbrögð ríkisstjórnar og meirihluta þings Bandaríkjanna við atburðunum í Ísrael og Palestínu séu fljótfærnisleg og byggð á hlutdrægni, pólitískri hentisemi, vitsmunalegu gjaldþroti og skriffinnskulegri tregðu. Þau valdi honum vonbrigðum en komi alls ekki á óvart.

Paul segir að blindur stuðningur Bandaríkjanna við annan deiluaðilann sé skaðlegur til lengri tíma fyrir hagsmuni bæði Ísraels- og Palestínumanna. Hann óttast að Bandaríkin séu að endurtaka sömu mistök og þau hafi gert undanfarna áratugi og hann neiti að taka frekari þátt í slíkum mistökum.

Hann segist hafa í störfum sínum átt gott samband og samstarf við bæði ísraelsk yfirvöld og heimastjórn Palestínumanna.

Paul lýsir þó ánægju með það að bandarísk stjórnvöld hafi þó reynt að tempra viðbrögð Ísraelsmanna og fengið þá til að leyfa flutning hjálpargagna til Gaza og að opnað verði á ný fyrir flutning vatns og rafmagns til svæðisins. Í starfi sínu komi hann þó eingöngu að átökunum í tengslum við vopnasölu og þess vegna hafi hann hætt störfum.

Talsmaður utanríkisráðuneytins, Matt Miller, var spurður út í bréf Josh Paul á fréttamannafundi. Hann sagði að starfsmenn væru hvattir til að láta skoðanir sínar í ljós innan ráðuneytisins en að það styðji eindregið rétt Ísrael til að verja sig.

Hann lagði áherslu á að Joe Biden forseti og Anthony Blinken utanríkisráðherra ætluðust til þess að Ísrael færi eftir alþjóðalögum við varnir sínar. Biden mun biðja bandaríska þingið um heimild til að veita Ísrael hernaðaraðstoð að andvirði tuga milljarða dala en Palestínu verður veitt mannúðaraðstoð sem nemur um hundrað milljónum dala.

Það var NBC sem greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“