fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

„Prédikarinn“ verður tekinn af lífi í næstu viku – Upplifði skelfilega hluti í barnæsku

Pressan
Föstudaginn 20. október 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest bendir til þess að William Speer, tæplega fimmtugur fangi á dauðadeild í Texas, verði tekinn af lífi í næstu viku.

Speer, sem jafnan er kallaður „prédikarinn“, var dæmdur til dauða fyrir morð á samfanga sínum árið 1997 en á þeim tíma afplánaði hann þegar lífstíðardóm fyrir morð á öðrum manni sem hann framdi 16 ára gamall árið 1991.

Gríðarlega erfið æska

Speer á það sammerkt með fjölmörgum öðrum föngum að hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika í æsku. Í umfjöllun Austin Chronicle kemur fram að hann hafi verið lagður í einelti sem barn og átt við mikla námsörðugleika að stríða.

Þá var hann misnotaður kynferðislega af einstaklingi utan fjölskyldunnar og beittur harðræði og líkamlegu ofbeldi af hendi föður síns og stjúpföður. Stjúpfaðir hans afplánar lífstíðarfangelsisdóm fyrir morð á móður Williams.

Speer með móður sinni sem stjúpfaðir hans myrti síðar.

Í umfjöllun Austin Chronicle er fjallað ítarlega um sögu Williams. Hann elskaði móður sína en hún var háð eiturlyfjum eins og faðir hans og síðar stjúpfaðir. Faðir hans barði hann og niðurlægði. Þegar hann pissaði undir – sem gerðist býsna oft og langt fram á unglingsár – refsaði faðir hans honum með því að vefja nærbuxunum utan um höfuð hans. Hann var svo látinn standa úti í horni þar til þær þornuðu.

Þá man hann eftir skelfilegu ofbeldi sem faðir hans beitti móður hans. „Hann hrinti henni til dæmis niður stiga. Ég var mjög hræddur við hann, ofbeldið sem hann beitti.“

Neyddur til að horfa á klám með föður sínum

Ekki tók betra við þegar faðir hans hvarf úr lífi hans um tíma og móðir hans kynntist öðrum manni. Hann barði hann með svipu, traðkaði ofan á honum og drap í sígarettum á líkama hans. Þá sagði hann William „feitan“, „einskis nýtan“ og „þroskaheftan“ sem fór illa í hann enda vel meðvitaður um námsörðugleikana sem hann glímdi við.

Fimmtán ára gamall flutti Speer aftur til föður síns í San Angelo en þar hélt ástandið áfram að versna. Faðir hans neyddi ofan í hann eiturlyf eins og metamfetamín og kókaín og þá var hann þvingaður til að horfa á klámmyndir með föður sínum.

Drap tvo með nokkurra ára millibili

Svo fór að hann flutti aftur til móður sinnar og þar komst hann í kynni við unga menn sem voru farnir að feta braut afbrota. Einn þessara drengja bað William um að myrða ákveðinn einstakling, Jerry Collins, og var það auðsótt enda þráði William að komast inn í félagsskapinn þar sem hann hafði einhvern stuðning. Tveimur árum síðar var réttað yfir honum og fékk hann lífstíðardóm.

Átján ára gamall var hann því kominn á bak við lás og slá og í umfjöllun Austin Chronicle kemur fram að þar hafi aðrir fangar gert hann að skotmarki. Ráðist var á hann og hann beittur ofbeldi. William sá aðeins eina lið út og það var að ganga í klíku í fangelsinu. Leiðtogi klíkunnar sagði að til þess að komast inn þyrfti hann að drepa meðlim annarrar klíku, Gary Dickerson, í fangelsinu. William gerði það og 23 ára var hann kominn á dauðadeild.

Vilja að honum verði sýnd miskunn

Á þeim rúmu tuttugu árum sem liðin eru hefur ýmislegt í lífi Williams breyst. Hann fann Guð innan veggja fangelsisins og hefur aðstoðað aðra fanga á ýmsan máta, meðal annars við að finna innra frið.

Fjölmargir, rúmlega þrjú þúsund manns, hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem þess er krafist að William sé sýnd miskunn. Meira að segja systir Dickerson, sem William drap árið 1997, vill að dómi hans verði breytt í lífstíðarfangelsi. Segir hún samfélagslegan ávinning af því enda hafi hann lagt lóð sín á vogarskálarnar að undanförnu við að gera líf samfanga sinna bærilegra.

Óvíst er hver niðurstaðan verður en yfirvöld eru jafnan treg til að grípa inn í nema ríkar ástæður séu fyrir hendi. Mun það væntanlega ekki koma í ljós fyrr en á síðustu stundu. Sex fangar hafa verið teknir af lífi í Texas á þessu ári.

Speer var skírður í fangelsinu árið 2022.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi