Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Að þessu sinni var gesturinn fótboltaþjálfarinn og hlaðvarpsstjarnan Viktor Unnar Illugason.
Veðmálaskandall skekur nú ítalska fótboltann eins og fjallað hefur verið um en menn á borð við Sandro Tonalo, Nicolo Fagioli og Nicolo Zaniolo eru á leið í langt bann vegna brota á veðmálareglum.
„Mér finnst bara sorglegt að missa alla þessa leikmenn,“ segir Hrafnkell.
„Ég var að horfa á leik þeirra (ítalska landsliðsins) gegn Englandi í vikunni og að þessir menn verði ekki með þeim á EM er bara hræðilegt.“
Umræðan í heild er í spilaranum.