fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fókus

Tobba lýsir ADHD á einfaldan hátt – „Í fyrsta skipti þá skildi ég bróður minn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. október 2023 12:29

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var í sálfræðitíma í FG og það var verið að útskýra ofvirkni. Í fyrsta skipti þá skildi ég bróður minn,“ segir Tobba Marinósdóttir.

video
play-sharp-fill

Fjölmiðla- og athafnakonan, rithöfundurinn og granóladrottningin Tobba er gestur í Fókus, spjallþætti DV.

Sjá einnig: Tobba skildi eftir skömm og sektarkennd á Jakobsveginum

Tobba var greind með ADHD á fullorðinsárum. Hún segir að eftir á litið hafi hún sýnt merki um ADHD frá barnsaldri, en á þeim tíma var taugaþroskaröskunin ekki eins þekkt og hún er í dag. Á fjölskylduheimilinu virkaði Tobba síðan ekkert svo ofvirk þar sem bróðir hennar var enn fyrirferðarmeiri.

„Ég átti miklu auðveldara með samskipti við bróður minn eftir að ég áttaði mig á því hvað hann væri mikið ofvirkur. Ég var í sálfræðitíma í FG og það var verið að útskýra ofvirkni. Í fyrsta skipti þá skildi ég bróður minn,“ segir Tobba og útskýrir ADHD á mjög einfaldan og skilvirkan hátt.

„Hann kannski situr hérna og við erum að tala saman, hann heyrir jafn mikið í mér og í suðinu í vélinni þarna og í brakinu í stólnum. Og hann hoppar bara á milli, þetta eru þrjár sjónvarpsrásir og hann er að horfa á allar í einu. Svo dettur hann inn og út úr samtalinu því suðið og brakið er að trufla hann, og alltaf þrír sjónvarpsskjáir eða fleiri. Því meira áreiti, eins og að standa úti á götu eða stór veisla, þá eru fleiri sjónvarpsskjáir og þú ert að reyna að fylgjast með öllum en nærð því ekki. Þetta er svo brjálæðislegt álag að þú ferð náttúrulega einhvern veginn að kikna undir því.“

Tobba hefur í gegnum tíðina deilt reynsluheimi bróður síns og nefnir dæmi um það í spilaranum hér að ofan.

Hún ræðir nánar um ADHD-greininguna, gönguna frá Frakklandi til Spánar og granólaævintýrið í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Hide picture